Háskóli Íslands

SAMSTARFSSAMNINGUR ENDURNYJADUR

Reykjavík 15/8/14

Samstarfssamningur um þróun „Methodology for the Analysis og Social Interaction“ (MASI) milli 24 háskóla í Evrópu og Ameríku hefur nú verið endurnýjaður í fjórða sinn með undirritun Rektora allra háskólanna. Samningurinn varðar rannsóknasamstarf um greiningu atferlis og samskipta/gagnvirkni á grundvelli „Magnusson‘s analytical model“ þ.e. stærðfræðilegs fræðilíkans, algríma og hugbúnaðar Magnúsar S. Magnússonar, forstöðumanns Rannsóknastofu um mannlegt atferli, RMA, en til samstarfssamningsins var upphaflega stofnað 1995 á Sorbonne í París þar sem Magnús S. Magnússon áður gegndi prófessorsstöðu. Þá tóku þátt sjö evrópskir háskólar.

RMA er rannsóknaaðili MASI við H.Í. Starfsemi RMA fer fram í samstarfi við rannsóknahópa í sálarfræði, atferlislíffræði og taugalíffræði og eru flestir meðlimir í MASI. Auk Háskóla Íslands eru núverandi þátttakendur m.a. Autonomous University of Barcelona;  Catholic University of Sacred Heart, Milano; Eötvös Loránd University, Budapest; Metropolitan State University of Denver; National Autonomous University of Mexico; Russian Academy of Medical Sciences; University of Barcelona; University of Basque Country; University of Guadalajara, Mexico; University of Milano-Bicocca; University of Paris XIII; University of Porto og University of Wurzburg. University of Berlin hefur nú auk þess formlega óskað eftir þátttöku í MASI. Samstarf RMA á sviði taugalíffræði (neuroscience) utan MASI, er að mestu við aðila á University of Cambridge, UK. Þá má einnig geta þess að RMA er í samstarfi við Harvard háskóla um rannsóknir á fjárhættuspilun á netinu og við Gervigreindasetur HR og fleiri erlenda háskóla á sviði gervigreindar.

Auk fjölda greina hefur MASI staðið að útgáfu safnritsins “The Hidden Structure of Interaction: from neurons to culture patterns” (Anolli, Duncan, Magnusson, Riva eds., 2005) og er nú verið að leggja lokahönd á nýja  bók sem hlotið hefur vinnuheitið “Temporal Chemistry of Behavior and Social Interaction“ (Magnusson & McNeill), sem auk MASI er gerð í samstarfi við samstarfsaðila í meira en þrjá áratugi við The University of Chicago.

Dagana 5.-6. september n.k. verður haldin við Háskóla Íslands ráðstefna/vinnufundur MASI sem haldnir eru annað hvert ár við einhvern af samstarfsháskólunum (áður m.a. Barcelona, Guadalajara, Paris, Milano og Budapest).

Þess má geta að RMA hefur á síðustu árum einnig tekið þátt í fjölmörgum verkefnum á Íslandi þar sem ofannefndu greiningarlíkani hefur verið beitt og sem hafa notið stuðnings Tækniþróunarsjóðs hjá Rannís, m.a. "DNA greining með Theme" í samstarfi við deCode og Atferlisgreiningu; "T-mynsturgreining á svefnritum" í samstarfi við MedCare Flaga og Atferlisgreiningu; ""Sjávarfallatengt atferli þorsks" í samstarfi við Hafrannsóknastofnun ofl; „Greining á samfélögum á netinu“ í samtarfi við Clara og Atferlisgreiningu; og „EcoScope: T-mynsturgreining fjármála- og hagfræðigagna“ í samstarfi við Datamarket, Fjármálaeftirlitið, NetInternals og Atferlisgreiningu.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is